TEIKNINGAR - aðrir tónar


Svört strik, eða blákaldur raunveruleikinn...

Lífið er eins og risastórt leiksvið með skrítnum persónum og furðulegum týpum í margvíslegum hlutverkum.  Líklega eru það stórfenglegu hlutverkin á verðlaunapalli örlaganna... Hversdagsstundirnar eru sviðsettar á leiksviði lífsins af jafn miklum geðþótta og þær eru vísvitandi áformaðar. Í  raun og veru eru flestir atburðir samfelldir sjónleikir með grunlausum skemmtikröftum.

 

Nokkrar sérstakar uppákomur...

Hvílík heppni, að vera með regnhlíf!

 

Ertu búinn að tapa vitglórunni? Það er algjörlega óforskammað að glenna svona berar bífurnar framan í heiðarlegt fólk!

 


Má ég fermast aftur, elsku prestur minn! Hikk! Fyrsti sopinn var svo góður...

Það hefur bara ekki runnið af mér síðan!

 

Ó, en krúttlegt! Þetta er vafalaust hæfileikaríkt undrabarn með fyrirfram skipulagðan menntaferil!

 


Pabbi, á elliheimilinu getur þú loksins farið að njóta lífsins! Þar er fjör og þú ættir virkilega að hlakka til!

 

Þetta er kringlótt í laginu, gæti verið mynd af sköllóttum karli... Haha, á þetta að vera brandari?

 


Þessi yndislegi klæðnaður sýnir örugglega enga öldrun!

 

Þetta veltur allt á þér! Annaðhvort uppfyllir þú væntingar mínar og sannar hversu ástfanginn þú ert af mér, eða ég verð djúpt særð og mjög móðguð!

 


Ertu að leita að einhverju gáfulegu í þessum spillta óþverra, eða ertu bara að rýna án tilgangs?

 

Ég vildi enga utanlandsferð!

Þetta var einungis þín hugmynd!

 


Það má dást gagnkvæmt að flottri tísku - og jafnframt því njóta útsýnisins eins og af einskærri tilviljun!

 

Elsku ástin mín! Þú ert orðin svo tágrönn og undurfalleg... Hikk! Ég ætlaði varla að þekkja þig!

 


Á þetta að vera listaverk? Í uppþvottavélinni heima er hægt að skoða draslið ókeypis!

 

Væri kannski hægt að fá pínulitla launahækkun án verkfalls?

 


Í fullum trúnaði, elsku vinur... Hikk!

Konan mín skilur mig ekki!

 

Æi, hæfileikaríka undrabarnið okkar þolir ekki falska tóna!

 


Þú rausar bara og vogar þér að efast um ást mína til þín! Ertu femínisti eða eitthvað svoleiðis! Hvílík frekja!

 

Heyrðu annars! Ef sprengjan fer af stað, springum við þá líka í loft upp?

 


Ég þarf ástríka og umhyggjusama konu! Óeigingjörn hollusta við mig væri líka við hæfi! Þetta er frábært tækifæri, sem ég er að gefa þér! Hvenær ferðu loksins að skilja það?

 

Nú læt ég súluna falla af fullum krafti og þú getur tekið sögulega ljósmynd!

 


Elskan mín, þetta er sjálfri þér að kenna! Ég er orðinn ansi örvæntingarfullur vegna áralangs nöldurs!

 

Trygg og trú að eilífu, ljúfurinn... ah, hvað heitir þú nú aftur?

 


Hey, strákar! Hver var að svindla núna?

 

Tími til kominn fyrir verðskulduð verðlaun!

 


Heyrðu góði! Hvað hefur hún, sem ég hef ekki?

 

Vonandi þekkist ég á málverkinu og kannski gæti ég þá orðið fræg!

 


Hjálp! Þarftu alltaf að loða svona við mig?

 

Ó, hver er svo sem tilgangurinn?

 


Þetta á að vera sterkt hreinsiefni fyrir nútíma húsmæður!

 

Komdu hingað, krúttið mitt og kysstu frænku!

 


Það er til reykt pylsa og brenndur búðingur með brennivíni, allt flambað. Samsvarar það höfðinglegum smekk þínum?

 

Við getum aldeilis montað okkur af slíkri mynd á samfélagsmiðlunum!

 


Drífðu þig nú, eða þarftu alltaf að vera svona seinvirkur? Ég er búin að bíða í heila eilífð! Hey, ertu sofandi?

 

Nú verðið þið að hlusta vel, ég les það sem þið hefðuð átt að læra heima!

Hér kemur næsta síða og svona heldur það áfram...

 


Þetta er líklega bara laus skrúfa ... Eru ekki flestir með lausa skrúfu nú til dags?

 

Það þarf að endurstilla hann einhvern veginn! Hann er búinn að vera svona stjarfur í heila viku!

 


Burt með krumlurnar, þetta er bara fyrir mig!

 

Kæru samborgarar! Þið þurfið ekki að hugsa um neitt! Það er örugglega augljóst hvern á að kjósa!

 


Hér er allt lífrænt og flúgandi kryddið er meira að segja ókeypis!

 

Þú elskar mig ekki nógu mikið! Ég færi þér falleg blóm og þú gefur hundinum þann tíma, sem ætti að vera frátekinn fyrir mig! Ég er svo sár og það er þér að kenna! Þú ættir strax að reyna að bæta mér það upp!

 


Eru þetta náttúruhamfarir eða kannski grimmd örlaganna?

 

Skærin eru alveg horfin! Ég finn þau hvergi!

 


Má ég vekja athygli á því, að samkvæmið er löngu búið og allir eru farnir!
Þið getið klárað tangóinn frammi á gangi!

Hér hefur þú kannski möguleika á að verða loksins þurr í eitt skipti fyrir öll!


Súpan ætti ekki að vera of dauf núna, ég setti stóran slatta af þessu!
Samt er ég ekki alveg viss, hvað þetta getur verið... Var kannski einhver að fikta með dósirnar í kryddhillunni?

 

Okkur finnst áróður og heilaþvottur mjög fyndinn! Vantar þig að sannfæra okkur um eitthvert rugl? Þá vinsamlegast byrjaðu meðferðina, við getum varla beðið!

 


Það þarf að þrífa hér almennilega, þá sést strax munur á þessu!

 

Ég er farinn að velta fyrir mér hvort það hafi virkilega verið þess virði að hamstra svona mikið af þessari eftirsóttu vöru.