FERILL


Salbjörg Sveinsdóttir Hotz

Salbjörg Sveinsdóttir Hotz hóf píanónám í Tónlistarskóla Ísafjarðar hjá Ragnari H. Ragnar. Hún fór síðan til framhaldsnáms hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík og lauk burtfararprófi í píanóleik vorið 1979. Sama ár hélt hún til Austurríkis og dvaldi næstu fimm árin við nám hjá austurríska píanóleikaranum, Igo Koch við Tónlistarskóla Vínarborgar. Á sama tíma var hún einnig við nám í skopmyndateiknun í Listaskóla í Vínarborg hjá austurríska skopmyndateiknaranum Leo Kernau.

 

Eftir ársdvöl í Búdapest, Ungverjalandi stundaði hún kennslu og píanómeðleik á Íslandi, þar til hún flutti með fjölskyldu sinni til Haifa í Ísrael. Dvölin í Ísrael átti síðar eftir að verða uppspretta fyrir margar tónhugmyndir í verkum hennar.

 

Síðan 1993 býr hún og starfar í Sviss. Tónsmíðanámskeið sótti hún árin 2001-2002 við Tónlistarháskólann í Zürich undir handleiðslu svissneska tónskáldsins Theo Wegmann.

 

Sum verka hennar hafa verið flutt á tónleikum á Íslandi og í Sviss. Tveir geisladiskar með öllum sönglögum hennar voru teknir upp með fjórum íslenskum söngvurum og voru diskarnir gefnir út á Íslandi árin 2002 og 2007.

 

Úrval af skopteikningum hennar voru gefnar út árið 2016 bæði á þýsku og á íslensku í bók hennar Ómstríðir tónar - skopteikningar úr tónlistarheiminum. Einnig hafa ýmsar skopteikningar hennar verið stillt upp á sýningum.

 

Um þessar mundir sinnir hún tónlistarverkefnum í Sviss og ýmsum öðrum verkefnum tengdum skopteikningum.