FERILL


 

Salbjörg Sveinsdóttir Hotz er fædd og uppalin á Íslandi. Hún stundaði tónlistarnám með píanóleik sem aðalfag í Reykjavík og ennfremur í Vínarborg í Austurríki. Hún starfaði um tíma sem hljóðfæraleikari og píanókennari á Íslandi og síðan í Sviss. Hún býr í Sviss þar sem hún vinnur sjálfstætt á sviði tónlistar, tónsmíða og skopteikninga. Mörg tónverka hennar hafa verið flutt á tónleikum á Íslandi og í Sviss. Tveir geisladiskar, Sýn af eldi og Söngvar lifandi vatna með öllum fyrri verkum hennar sem eru sönglög við píanóundirleik, voru hljóðritaðir með íslenskum söngvurum og gefnir út á Íslandi.

 

 

Samhliða tónlistarnáminu stundaði hún einnig skopmyndateikningu og sótti jafnframt myndlistarnámskeið í skopmyndateikningu í Vínarborg. Margar skopmyndir hennar hafa birst í bókum og bæklingum. Skopteikningar hennar hafa einnig verið sýndar á ýmsum myndlistarsýningum á Íslandi, Austurríki, Ísrael og Sviss. Úrval af skopteikningum hennar hefur verið gefið út í bókinni Ómstríðir tónar - skopteikningar úr tónlistarheiminum á þýsku og íslensku. Hún lýsir teikningunum sem „eins konar tónverkum án tóna“.