FERILL

Salbjörg Hotz er fædd og uppalin á Íslandi. Hún stundaði tónlistarnám með píanóleik sem aðalgrein í Reykjavík og áfram í Vínarborg í Austurríki. Hún starfaði um tíma sem hljóðfæraleikari og píanókennari á Íslandi og síðar í Sviss. Hún býr í Sviss þar sem hún hefur starfað sjálfstætt á sviði tónlistar, tónsmíða og skopteikninga um árabil. Tónverk hennar hafa verið flutt á tónleikum á Íslandi og í Sviss og geisladiskar með nokkrum tónverka hennar hafa verið gefnir út á Íslandi.

 

Samhliða tónlistarnámi stundaði hún skopteikningu, þróaði áfram teiknitæknina fyrir skopmyndir sínar og sótti auk þess myndlistarnámskeið í skopteikningu í Vínarborg. Teikningar hennar um alls kyns viðfangsefni hafa birst í bókum og bæklingum auk þess sem þær hafa verið sýndar á ýmsum myndlistarsýningum á Íslandi, Austurríki, Ísrael og Sviss.

 

Úrval af skopmyndum hennar um tónlist hefur verið gefið út í bókinni "Ómstríðir tónar – skopteikningar úr tónlistarheiminum" á þýsku, íslensku og ensku. Hún lýsir teikningunum sem "nokkrum sérstæðum tónverkum án tóna og samansafni af furðulegum lagasmíðum án hljóða."

 

Salbjörg Hotz
Salbjörg Hotz