BÆKUR


Skopteikningar úr tónlistarheiminum, textar á íslensku og á þýsku

Hardcover, 88 pages

ISBN-13: 9783739241739

Hardcover, 88 pages

ISBN-13: 9783741237751


 

Í bókinni, ÓMSTRÍÐIR TÓNAR er birt samansafn eldri og nýrri skopteikninga, sem tengjast tónlist og tónlistarunnendum. Tónsnillingar, söngkonur, einleikarar og glæstir tónlistarflytjendur eru aðalpersónurnar í augnabliksmyndum teiknipennans. Skopteikningarnar draga upp litríkar tónæfingar og fjörugar konsertuppákomur. Virðulegir áheyrendur leggja við eyrun, oftast í einlægni og hrifningu, en stundum uppteknir af öðrum hlutum. Tónlistarheitin húmoreska, noktúrna og elegía fá nýja túlkun í teikningunum, flutningur á fortissimo verður fremur hávær og í neyð lendir glataða innkoman í því að verða spunnin.

 

Bókin er fáanleg í bókaverslunum eftir pöntun, einnig á netinu:

 

Forlagið

Buchhaus.ch

Musik Hug

Orell Füssli

Exlibiris

Amazon.de

BoD - Books on Demand


Teikningar úr bókinni

Halló, það er ekkert hægt að heyra! Hér er fjölrétta matarboð með lifandi dinnermúsík!

 

Áttu von á klappi og fagnaðarlátum eftir hvern einasta kafla?

 


Þetta er líklega endalaus fiðlukonsert án nokkurrar málamiðlunar!

 

Snilld með gaddavírinn! Enginn hefur samið neitt slíkt áður!

 


Vá, flottur flutningingur samtímaverka! Þessi hljóðfæri hljóma virkilega frumlega!

 

Innlifun og glæsileiki, það eru töfrar tónlistarinnar!

 


Hættu að hósta! Annars dynur á okkur ofur-nútímalegur gjörningur!

 

Hey strákar! Hvaða nótur eru núna í gangi?

 


Á vængjum söngsins - og flygillinn þegir ...

 

Hrakfarirnar ættu loksins að koma núna! Ég er ekki gagnrýnandi hér að óþörfu!

 


Ert þú til í að fá menningarlega tilbreytingu með Vivaldi og mér?

 

Listin að hlusta: Tónlistarunnendur og sérfræðingar í essinu sínu!

 


Engan æsing, ég verð búinn með þetta allt, áður en tónleikarnir byrja!

 

Bara fyrstu fiðlurnar einar! Er þetta ekki alveg himneskt?

 

Hvað er þessi noktúrna eiginlega löng?

 


Við tónlistarkennarar erum eins og löggur, við fylgjumst bara með því, hvort nemendur æfi sig almennilega!

 

Fingraæfing eftir Czerny er eins og forréttur, Mozart er aðalréttur og sem eftirrétt mátt þú spila boogie-woggie!

 

Flott sveifla í frjálsum, nútímalegum takti! Þetta verk hittir naglann á höfuðið!

 


Nágranninn spyr, hvort þú sért ekki bráðum að verða loftlaus!

 

Þetta á að hljóma eins og undurfagur næturgalasöngur, en ekki eins og stíflað púströr!

 

Þetta er augljóslega arabeska!

 


Hjálp! Ég er búinn að gleyma hvernig tónverkið byrjar!

 

Konsert fyrir einleiksflautu og fuglaskara.

 

Er þetta ekki búið ennþá?

 


Bók á íslensku:

ÓMSTRÍÐIR TÓNAR - Skopteikningar úr tónlistarlífinu ISBN-13: 9783741237751

Bók á þýsku:

DISSONANZEN - Karikaturen zum Thema Musik ISBN-13: 9783739241739