BÆKUR


ÓMSTRÍÐIR TÓNAR - Skopteikningar úr tónlistarheiminum

Innbundin, 88 blaðsíður

ISBN-13: 9783741237751

Í bókinni, ÓMSTRÍÐIR TÓNAR er birt samansafn eldri og nýrri skopteikninga, sem tengjast tónlist og tónlistarunnendum.

 

Tónsnillingar, söngkonur, einleikarar og glæstir tónlistarflytjendur eru aðalpersónurnar í augnabliksmyndum teiknipennans. Skopteikningarnar draga upp litríkar tónæfingar og fjörugar konsertuppákomur. Virðulegir áheyrendur leggja við eyrun, oftast í einlægni og hrifningu, en stundum uppteknir af öðrum hlutum. Tónlistarheitin húmoreska, noktúrna og elegía fá nýja túlkun í teikningunum, flutningur á fortissimo verður fremur hávær og í neyð lendir glataða innkoman í því að verða spunnin.

 

Bókin er fáanleg í bókaverslunum eftir pöntun, einnig á netinu:

 

Forlagið

Buchhaus.ch

Musik Hug

Orell Füssli

Exlibiris

Amazon.de

BoD - Books on DemandSýnishorn úr bókinni

Ýmsar uppákomur...

Hátíðatónleikar og aðrir viðburðir...


Fleiri skopteikningar

Bók á íslensku: ÓMSTRÍÐIR TÓNAR - Skopteikningar úr tónlistarlífinu ISBN-13: 9783741237751

Bók á þýsku: DISSONANZEN - Karikaturen zum Thema Musik ISBN-13: 9783739241739